fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Íslandsmeistararnir halda toppsætinu eftir auðveldan sigur

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 7. júní 2022 22:09

Frá leik Þróttar í fyrra. Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Vals unnu auðveldan 6-1 sigur á Aftureldingu á Origo-vellinum í Bestu deild kvenna í kvöld.

Ída Marín Hermannsdóttir og Elín Metta Jensen reimuðu á sig skotskóna í fyrri hálfleik en Ída Marín skoraði tvö og Elín Metta eitt er Valur leiddi 3-0 í leikhléi.

Einstefnan hélt áfram í síðari hálfleik. Afturelding missti mann af velli þegar Christina Clara Settles fékk að líta rauða spjaldið á 64. mínútu og gestirnir léku manni færri það sem eftir lifði leiks.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir bætti við fjórða marki Valskvenna tveimur mínútum síðar eftir rauða spjaldið. Brookelynn Paige Entz skoraði fyrsta mark sitt í Valstreyju á 71. mínútu og Cyera Makenzie Hintzen bætti við sjötta markinu á 83. mínútu.

Katrínu Rut Kvaran tókst að skora fyrir Aftureldingu mínútu síðar en það reyndist lokamark leiksins. Valur er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 8 umferðum er lokið. Afturelding er með 3 stig líkt og botnlið KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum