fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Elísabet vann Íslendingaslag – Diljá Ýr skoraði

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 16:10

Elísabet Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir íslenskir leikmenn komu við sögu með sínum liðum í norsku og sænsku úrvalsdeildunum í dag.

Í Svíþjóð kom Diljá Ýr Zomers inn á sem varamaður á 60. mínútu og skoraði fjórða mark Hacken í 1-5 sigri gegn Brommapojkarna. Hacken er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rosengard.

Þá var Hlín Eiríksdóttir í byrjunarliði Pitea í 3-1 sigri gegn Umea. Pitea er í áttunda sæti deildarinnar með 17 stig.

Loks var Íslendingaslagur þegar Kristianstad tók á móti Örebro. Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn með síðarnefnda liðinu og kom Emilía Óskarsdóttir inn á sem varamaður fyrir það fyrrnefnda undir lok leiks. Elísabet Gunnarsdóttir er auðvitað þjálfari Kristianstad. Leiknum lauk 3-0 fyrir Kristianstad sem er í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig. Örebro er í því tíunda með 15 stig.

Í Noregi var Svava Rós Guðmundsdóttir í byrjunarliði Brann í 1-0 sigri gegn Valarenga. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir hana þegar rúmur hálftími lifði leiks. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn með tapliðinu. Brann er á toppi deildarinnar með 37 stig, átta stigum á undan Valarenga sem er í öðru sæti.

Selma Sól Magnúsdóttir var þá í byrjunarliði og lék rúman klukkutíma í 2-4 sigri Rosenborg á Arna-Björnar. Hún lagði upp fjórða mark liðsins. Rosenborg er í Þriðja sæti með 29 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Í gær

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“