fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Mourinho orðaður við stjórastólinn hjá PSG

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. júní 2022 13:52

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, hefur verið orðaður við stjórastólinn hjá Paris Saint-Germain. Það er talkSPORT sem segir frá þessu.

Mauricio Pochettino, núverandi stjóri Parísarliðsins, er aðeins einum fundi frá því að vera rekinn úr starfi samkvæmt fjölmiðlamanninum Fabrizio Romano.

PSG varð Frakklandsmeistari á síðustu leiktíð en féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa glutrað niður tveggja marka forystu gegn Real Madrid. Pochettino á eitt ár eftir af samningi sínum í París og hefur ekki notið vinsælda síðan hann tók við stjórnvölunum í janúar 2021.

Mourinho er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Hann hefur orðið deildarmeistari með Real Madrid, Chelsea og Porto og leiddi Roma til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sínu fyrsta tímabili með liðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“