fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Mourinho orðaður við stjórastólinn hjá PSG

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. júní 2022 13:52

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, hefur verið orðaður við stjórastólinn hjá Paris Saint-Germain. Það er talkSPORT sem segir frá þessu.

Mauricio Pochettino, núverandi stjóri Parísarliðsins, er aðeins einum fundi frá því að vera rekinn úr starfi samkvæmt fjölmiðlamanninum Fabrizio Romano.

PSG varð Frakklandsmeistari á síðustu leiktíð en féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hafa glutrað niður tveggja marka forystu gegn Real Madrid. Pochettino á eitt ár eftir af samningi sínum í París og hefur ekki notið vinsælda síðan hann tók við stjórnvölunum í janúar 2021.

Mourinho er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Hann hefur orðið deildarmeistari með Real Madrid, Chelsea og Porto og leiddi Roma til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sínu fyrsta tímabili með liðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar