fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Alfons: „Kaflar í leiknum sem við viljum að einkenni Ísland“

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. júní 2022 17:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það voru kaflar í leiknum sem við viljum að einkenni Ísland, þar sem að við verjum svæðin okkar vel og refsum þegar við getum refsað. Ef við getum fært það yfir á 90 mínútur þá er það frábært,“ sagði Alfons Sampsted, hægri bakvörður, um frammistöðu Íslands gegn Ísrael í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn.

video
play-sharp-fill

Alfons átti sök í fyrsta markinu sem Ísland fékk á sig og var ósáttur með sjálfan sig. „Ef ég fengi tækifæri til að gera þetta aftur myndi ég taka eitt skref til hægri og hann gæti þá ekki fengið að hlaupa upp kantinn óáreittur,“ sagði Alfons, leikmaður Bodö/Glimt í Noregi.

„Maður gerir mistök. Maður lærir af þeim. Það gerist ekki aftur,“ bætti landsliðsmaðurinn við og sagðist bjartsýnn á næstu leiki íslenska liðsins.

„Núna eru byrjaðir að koma kaflar í leikina okkar þar sem við lítum út eins og við viljum líta út. Næsta skref er að lengja þessa kafla og minnka slæmu kaflana. Tilfinningin er sú að við séum á réttri leið en við þurfum að halda áfram að sýna það.“ sagði Alfons og bætti við að hann vonaðist til að sjá sem flesta á Laugardalsvellinum á mánudaginn þegar Ísland mætir Albönum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
Hide picture