fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

„Mér fannst magnað að það væri stóra málið í þeim díl“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. maí 2022 07:00

Eigendur Newcastle á sínum tíma. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um komandi félagaskiptamarkað í íþróttavikunni með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar í gær. Hjörvar Hafliðason, doktor Football og íþróttastjóri Viaplay og Jóhann Már Helgason, íþróttaskríbent og sérfræðingur í þættinum sátu í settinu með Benedikt Bóas.

Ljóst er að nýir eigendur munu dæla peningum í Chelsea, Newcastle á fúlgur fjár, Manchester United ætlar ekki aftur að renna á rassinn og Arsenal er vant að eyða stórfé undanfarin ár. Þá á eftir að telja upp Liverpool og Manchester City sem vanalega kaupa fyrir stórar upphæðir.

Hjörvar segir að tvö stærstu félagaskiptin væru búin að eiga sér stað í Erling Braut Haaland og Kylian Mbappe en framundan væru skemmtilegt félagaskiptasumar. „Þeir tveir eru búnir að ákveða sína framtíð. Svo er spurningin hvað Real Madrid tekur. Þeir þurfa að taka einhvern fyrst þeir fengu ekki Mbappe. Það verður áhugavert hver mætir þar í sumar fyrst sá díll gekk ekki.“

video
play-sharp-fill

Bent var á að flestir héldu að Mbappe væri að koma til Real í sumar og Real ætti fúlgur fjár eftir að hafa safnað sér fyrir honum undanfarin ár og forseti félagsins, Florentino Perez, væri ekki búinn að segja sitt síðasta á félagaskiptamarkaðnum.

„Þetta verður líflegt í sumar. Neymar gæti verið að fara frá PSG. Svo er spurning hvað Barcelona gerir því það er komið líf í þá aftur,“ benti Jóhann á.

„Lewandowski endar í Barcelona og allt teymið í kringum hann er búinn að ákveða að fara þangað. Hann mun ýta því í gegn þó þetta sé gegn FC Bayern og við þekkjum þeirra sögu og hversu stoltir þeir eru. Ekki einu sinni Uli Hönes getur stoppað þann díl,“ sagði Hjörvar.

Hann bætti við að það væri svo áhugavert að skoða hverjir mættu eiga lið og hverjir ekki í ljósi tíðinda af Roman Abramovich og nýrra eigenda Chelsea. „Þetta er svo áhugaverður heimur sem við lifum í núna. Hver má eiga lið og hver ekki. Verða þetta bara góðir milljarðamæringar sem mega eiga lið eftir tíu ár og hverjir eru það?“ spurði hann.

Þeir félagar reyndu svo að giska á hverjir mættu eiga félög, til dæmis á Íslandi. „Björgólfur Guðmundsson mætti það. Hverjir aðrir? Helgi í Góu. Hann mætti eiga lið. Fyrir mér er þetta að velja hverjir mega og hverjir ekki – skrýtið.“

Jóhann sem er stuðningsmaður Chelsea benti á að kaupin á félaginu hefðu gengið hraðar í gegn en þegar yfirvöld í Sádí Arabíu keyptu Newcastle. „Stóra málið samt gegn því var ólöglegt streymi – sem er glæpur og ég er sammála því. En mér fannst magnað að það væri stóra málið í þeim díl,“ sagði Hjörvar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir
433Sport
Í gær

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Í gær

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
Hide picture