fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Fram sló Leikni út úr bikarnum einum manni færri

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 16:40

Jón Þór Sveinsson er þjálfari Fram/ Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram fékk Leikni R. í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag.

Magnús Ingi Þórðarson kom heimamönnum yfir eftir 12. mínútna leik þegar hann setti boltann í netið og staðan í leikhléi 1-0 Fram í vil.

Alexander Már Þorláksson tvöfaldaði forystu Framara þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Mikkel Jakobsen minnkaði muninn fyrir Leikni með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu.

Fimm mínútum síðar var Alex Freyr Elísson rekinn af velli fyrir að handleika boltann inni í eigin vítateig. Emil Berger fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Leiknismenn sem nú voru manni fleiri.

Leiknir komst í dauðafæri stuttu síðar en staðan var 2-2 þegar flautað var til leiksloka og því farið í framlengingu. Varamaðurinn Jannik Holmsgaard kom 10 leikmönnum Fram yfir á lokamínútum fyrri hálfeiks framlengingarinnar með skalla eftir fyrirgjöf frá Tiago,

Það reyndist lokamarkið í leiknum og Fram er því komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins.

Fram 3 – 2 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson (’12)
2-0 Alexander Már Þorláksson (’51)
2-1 Mikkel Jakobsen (’66)
2-2 Emil Berger (’72, víti)
3-2 Jannik Holmsgaard (‘103)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn