fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Fram sló Leikni út úr bikarnum einum manni færri

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 16:40

Jón Þór Sveinsson er þjálfari Fram/ Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram fékk Leikni R. í heimsókn í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag.

Magnús Ingi Þórðarson kom heimamönnum yfir eftir 12. mínútna leik þegar hann setti boltann í netið og staðan í leikhléi 1-0 Fram í vil.

Alexander Már Þorláksson tvöfaldaði forystu Framara þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en Mikkel Jakobsen minnkaði muninn fyrir Leikni með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu.

Fimm mínútum síðar var Alex Freyr Elísson rekinn af velli fyrir að handleika boltann inni í eigin vítateig. Emil Berger fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Leiknismenn sem nú voru manni fleiri.

Leiknir komst í dauðafæri stuttu síðar en staðan var 2-2 þegar flautað var til leiksloka og því farið í framlengingu. Varamaðurinn Jannik Holmsgaard kom 10 leikmönnum Fram yfir á lokamínútum fyrri hálfeiks framlengingarinnar með skalla eftir fyrirgjöf frá Tiago,

Það reyndist lokamarkið í leiknum og Fram er því komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins.

Fram 3 – 2 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson (’12)
2-0 Alexander Már Þorláksson (’51)
2-1 Mikkel Jakobsen (’66)
2-2 Emil Berger (’72, víti)
3-2 Jannik Holmsgaard (‘103)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Inter til í að skera United úr snörunni

Inter til í að skera United úr snörunni