FCK er danskur meistari eftir sigur 3-0 á AaB í lokaumferðinni í dag.
Íslendingar voru í aðalhlutverki í dag en Hákon Arnar Haraldsson kom FCK yfir á áttundu mínútu. Þá skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson þriðja mark liðsins. Orri Steinn Óskarsson kom einnig við sögu með FCK í leiknum. Þetta var hans fyrsti leikur fyrir aðalliðið. Guðmundur Þórarinsson var ekki með AaB í dag.
Stefán Teitur Þórðarson var þá í byrjunarliði Silkeborg í 2-1 tapi gegn Bröndby. Þrátt fyrir tapið er Silkeborg búið að tryggja sér Evrópusæti. Það verður að teljast afar góður árangur hjá nýliðunum.
Midtjylland vann þá 3-2 sigur á Randers og hafnar í öðru sæti. Elías Rafn Ólafsson er á mála hjá Midtjylland en hann er meiddur.
Í dönsku B-deildinni lék Ísak Óli Ólafsson allan leikinn með Esbjerg í 1-2 sigri gegn Hobro. Esbjerg er þegar fallið niður í C-deild.