fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Besta deild karla: Víkingar rúlluðu yfir Val í seinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 21:10

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur og Víkingur R. mættust á Origo-vellinum í stórleik í Bestu deild karla í kvöld.

Markalaust var eftir fremur bragðdaufan fyrri hálfleik.

Eftir tæpar tíu mínútur af seinni hálfleik fékk Víkingur svo vítaspyrnu. Nikolaj Hansen tók hana og skoraði með því að vippa boltanum á mitt markið.

Þegar 20 mínútur lifðu leiks neyddist Guy Smit, markvörður Vals, til að fara af velli vegna meiðsla. Nokkrum mínútum síðar skoraði Logi Tómasson annað mark gestanna með laglegu skoti.

Helgi Guðjónsson slapp inn fyrir vörn heimamanna á 84. mínútu og gerði þriðja mark Íslandsmeistaranna.

Valur fékk svo vítaspyrnu seint í leiknum. Arnór Smárason skoraði úr henni af öryggi. Það var þó of lítið, of seint. Lokatölur 1-3.

Liðin eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar með 13 stig, Valur er ofar á markatölu. Víkingur hefur þó spilað leik meira en flest önnur lið í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum