fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Kompany nú líklegastur til að taka við Burnley í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. maí 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með sigri gegn Newcastle á sunnudag er Burnley búið að tryggja sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley er með jafnmörg stig og Leeds sem er í fallsæti en Burnley hefur miklu betri markatölu. Leeds heimsækir Brentford á sunnudag.

Sean Dyche var rekinn úr starfi á dögunum og Mike Jackson hefur stýrt liðinu tímabundið með góðum árangri.

Burnley ætlar sér að ráða framtíðar stjóra í sumar og nú segja ensk blöð margt benda til þess að Vincent Kompany taki við liðinu.

Kompany hefur stýrt Anderlecht í tvö ár en hann var lengi fyrirliði Manchester City. Sagt er að Alan Pace eigandi Burnley vilji ráða Kompany til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með