Jurgen Klopp stjóri Liverpool ætlar ekki að hringja í Steven Gerrard stjóra Aston Villa fyrir helgina og biðja hann um greiða.
Ef Liveprool vinnur Wolves og Manchester City tapar stigum gegn Aston Villa er sá stóri á leið á Anfield. City tekur á móti Steven Gerrard og hans lærisveinum en fyrrum fyrirliði Liverpool vill vafalítið hjálpa sínu ástkæra félagi.
„Ég get skilið umræðuna og get ímyndað sjálfan mig í þeirri stöðu þar sem ég gæti hjálpað Dortmund eða Mainz í leik. Það myndi gefa mér auka metnað,“ sagði Klopp.
„Ég spila ekki leikinn og Stevie gerir það ekki heldur. Ég er öruggur á því að Steve tekur þenna leik 100 prósent alvarlega án þess að ég hringi í hann.“
„Ég þarf ekki að hringja í hann, ætli allir hjá félaginu hafi ekki gert það nú þegar en ég hef ekki gert það.“