Frankfurt og Rangers mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Sevilla í kvöld.
Fyrri hálfleikur var fremur braðgdaufur og var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Á 57. mínútu kom Joe Aribo Rangers yfir. Hann slapp þá í gegn eftir að varnarmaður Frankfurt hafði dottið og setti boltann í netið.
Á 69. mínútu jafnaði Rafael Santos Borre metin fyrir Frankfurt. Hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf Filip Kostic.
Frankfurt fékk betri færin það sem eftir lifði venjulegs leiktíma en meira var ekki skorað í honum. Því var farið í framlengingu.
Þar tókst hvorugu liðinu að skora og því var gripið til vítaspyrnukeppni.
Í henni var Aaron Ramsey, leikmaður Rangers, sá eini sem klikkaði á spyrnu og er Frankfurt því meistari.
Ásamt því að vinna þennan eftirsótta titil er Frankfurt, sem hafnaði í ellefta sæti þýsku Bundesligunnar, komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir næstu leiktíð.