fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Glódís Perla og Karólína Lea léku í sigri Bayern

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 15. maí 2022 14:01

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir léku báðar fyrir Bayern Munchen er liðið burstaði Turbin Potsdam í þýsku úrvalsdeild kvenna í dag. Leiknum lauk með 5-0 sigri Bayern.

Lokaumferðin fór fram í dag en Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg höfðu þegar tryggt sér þýska meistaratitilinn.

Fjögur fimm marka Bayern komu í fyrri hálflei. Jovana Damnjanović skoraði tvö mörk og Klara Bühl og Linda Dallmann eitt. Lea Schüller kórónaði sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Karólína Leu.

Glódís Perla lék allann leikinn í vörninni en Karólína Lea kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.

Wolfsburg vann 7-1 sigur á Bayer Leverkusen. Sveindís Jane var ekki í hóp Wolfsburg í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG