fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Besta deildin: KA kom, sá og sigraði á Skaganum

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 15. maí 2022 19:04

Hallgrímur Mar Steingrímsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA skaust á toppinn í Bestu deild karla með frábærum 3-0 sigri gegn ÍA á Skaganum í dag.

Daníel Hafsteinsson kom gestunum í forystu með glæsilegu marki á 11. mínútu leiksins og staðan 1-0 í leikhléi. Elfar Árni Aðalsteinsson tvöfaldaði forystu KA á 53. mínútu.

ÍA fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn stuttu síðar þegar brotið var á Gísla Laxdal. Gísli fór sjálfur á punktinn en Steinþór Már í marki KA varði frá honum.

Jakob Snær Árnason gulltryggði svo sigur KA-manna með marki tæpum tíu mínútum fyrir leikslok. KA situr á toppi deildarinnar með 16 stig og hefur unnið fimm og gert eitt jafntefli í fyrstu sex leikjum liðsins á tímabilinu.

ÍA hefur hins vegar aðeins unnið einn leik á tímabilinu en það var 3-0 sigur á Íslandsmeisturum Víkings. ÍA er í 8. sæti með fimm stig.

ÍA 0 – 3 KA
0-1 Daníel Hafsteinsson (‘11)
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson (’53)
0-3 Jakob Snær Árnason (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“