fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Liverpool enskur bikarmeistari eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 18:44

Leikmenn Liverpool fagna (Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool varð í dag enskur bikarmeistari í áttunda sinn eftir sigur gegn Chelsea í vítaspyrnukeppni.

Liverpool varð einnig enskur deildarbikarmeistari fyrr á leiktíðinni eftir samskonar sigur gegn Chelsea en þá vann Liverpool 11-10 í vítaspyrnukeppni.

Markalaust var eftir framlengingu í dag, rétt eins og í deildarbikarleiknum. Cesar Azpilicueta fyrirliði Chelsea varð fyrstur til að klúðra vítaspyrnu er skot hans hafnaði í stönginni.

Sadio Mane hefði getað unnið bikarinn fyrir Liverpool úr fimmtu spyrnu liðsins en Edouard Mendy varði frá honum. Það var svo Konstantinos Tsimikas sem tryggði Liverpool sigurinn í bráðabana eftir að Alisson hafði varið spyrnu Mason Mount.

Þetta var annar titill Liverpool á leiktíðinni og draumurinn um fernuna lifir góðu lífi. Liverpool er þremur stigum á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar tvær umferðir eru eftir og mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði