Sá möguleiki er fyrir hendi að Barcelona selji Frenkie de Jong í sumar til að laga bókhald sitt sem er með rauðar tölur.
Börsungar glíma við erfiðan fjárhag og gætu freistast til þess að selja hollenska miðjumanninn fyrir um 70 milljónir evra.
Erik ten Hag stjóri Manchester United leggur mikla áherslu á að fá De Jong en hann situr ekki einn um leikmanninn.
Nú segja ensk blöð að Manchester City, FC Bayern og PSG hafi öll áhuga á hollenska miðjumanninnum.
De Jong varð að stjörnu undir stjórn Ten Hag hjá Ajax en enginn Meistaradeildar fótbolti hjálpar ekki til.