fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Ronaldo: „Við verðum að gefa Ten Hag tíma“

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 13. maí 2022 19:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Man United, tjáði sig um komu Hollendingsins Erik Ten Hag til félagsins í dag en Ten Hag tekur við stjórnvölunum hjá United að yfirstandandi tímabili loknu.

United hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og verður þetta fimmta ár félagsins í röð án titils. „Ég veit að hann hefur gert frábæra hluti með Ajax og að hann er reynslumikill þjálfari, en við verðum að gefa honum tíma,“ sagði Portúgalinn.

„Hann verður að fá að ráða hvað breytist. Allt félagið mun njóta góðs af ef hann stendur sig vel, svo ég óska honum góðs gengis,“ bætti Ronaldo við. „Við erum allir spenntir og glaðir, ekki bara leikmennirnir heldur stuðningsmennirnir líka. Við verðum að hafa trú á að við getum unnið titla á næstu leiktíð.“

Framíð Ronaldo hjá United er óljós þar sem félagið leikur ekki í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Samningur Ronaldo rennur ekki út fyrr en á næsta ári en ákvæði er í samningnum um að framlengja um eitt ár til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“