fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Man City sektað fyrir ósæmilega framkomu

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 13. maí 2022 19:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur verið sektað um 14.000 evrur fyrir ósæmilega framkomu leikmanna liðsins gegn Atletico Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fór í síðasta mánuði.

City fór áfram í undanúrslit eftir markalaust jafntefli í seinni leik liðanna. Allt fór úr í böndunum í leiknum er Stefan Savic togaði í hárið á Jack Grealish og upphófust stimpingar milli leikmanna.

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að refsa ekki Atletico Madrid.

Atletico hafði verið skipað að loka hluta af leikvangi sínum fyrir heimsókn City áður en UEFA samþykkti áfrýjun spænska félagsins.

UEFA úrskurðaði Atletico Madrid til að loka fyrir fimm þúsund sæti á Wanda Metropolitano vellinum í kjölfar „fordómafullrar hegðunar“ stuðningsmanna liðsins í fyrri leiknum gegn City í átta liða úrslitum en sneri við ákvörðuninni eftir beiðni til gerðardómstóls íþrótta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea mögulega án lykilmanns í byrjun tímabils

Chelsea mögulega án lykilmanns í byrjun tímabils
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal