Harry Maguire fyrirliði Manchester United gekk í það heilaga í gær þegar hann og Fern Hawkins mættu til sýslumanns.
Maguire og Hawkins hafa verið saman í mörg ár og eiga saman tvö börn.
Parið mætti til sýslumanns í úthverfi Manchester í gær og gekk í það heilaga.
Búist er við að parið bjóði svo til veislu í sumar og þá verður mikið partý. Maguire hefur átt mjög erfitt uppdráttar innan vallar en lífið er gott utan hans.
Maguire er dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans en United borgaði 80 milljónir punda fyrir kappann frá Leicester.