Það var staðfest í dag að Philippe Coutinho myndi ganga endanlega til liðs við Aston Villa í sumar.
Hann kemur frá Barcelona. Brasilíumaðurinn hefur leikið með Villa á láni frá Börsungum frá því í janúar.
Steven Gerrard, stjóri Villa, hefur heillast af Coutinho og vildi fá hann endanlega til sín.
Aston Villa greiðir Barcelona 17 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það er 130 milljónum punda minna en Barcelona borgaði Liverpool fyrir Coutinho í janúar 2018.
Í íslenskum krónum tapaði Barcelona því tæpum 21,5 milljarði í viðskiptunum.