fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
433Sport

Arnar skoraði og Íslendingar lögðu upp í Noregi

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 9. maí 2022 18:10

Jónatan Ingi í leik með FH 2020. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Arnar Þór Guðjónsson var í byrjunarliði Raufoss er liðið tók á móti Bryne í næstefstu deild Noregs í fótbolta í dag.

Raufoss leiddi 1-0 í hálfleik eftir mark Herman Haugen á 15. mínútu og Arnar bætti við öðru marki tæplega tuttugu mínútum fyrir leikslok. Arnar nældi sér í gult spjald stuttu síðar en lokatölur 2-0 fyrir Arnar og félaga í Raufoss.

Þetta var fyrsti sigur Raufoss á tímabilinu en liðið er með sex stig eftir fimm umferðir.

Þá vann Íslendingalið Sogndal 2-1 sigur á Kongsvinger á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Hörður Ingi Gunnarsson, Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Gunnarsson voru allir í byrjunarliði Sogndal.

Gestirnir tóku forystuna í leiknum strax á sjöttu mínútu með marki frá Jesper Grundt. Jónatan Ingi lagði upp jöfnunarmark Sogndal á 26. mínútu þegar Mathias Blårud kom boltanum í netið og Hörður Ingi lagði svo upp sigurmarkið fyrir Andreas Hoven tíu mínútum síðar.

Sogndal er nú taplaust eftir fyrstu fimm umferðirnar en liðið hefur unnið þrjá og gert tvö jafntefli og situr í fjórða sæti með 11 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez
433Sport
Í gær

Ronaldo mun fá minna að spila

Ronaldo mun fá minna að spila
433Sport
Í gær

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Í gær

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París