fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Allsvenskan: Valgeir og Ari Freyr í sigurliðum

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 9. maí 2022 19:33

Ari í leik með Oostende / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Norrköping er liðið sótti 1-0 sigur til Helsingborg í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag.

Christoffer Nyman skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu. Norrköping er í 10. sæti með 10 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Valgeir Lunddal Friðriksson var þá í byrjunarliði Häcken er liðið vann 2-1 útisigur á Värnamo. Mikkel Rygaard Jensen kom gestunum yfir á 38. mínútu en Marcus Antonsson jafnaði metin fyrir heimamenn úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Alexander Jeremejeff skoraði svo sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. Valgeir fór af velli þegar um 20 mínútur lifðu leiks. Häcken er í 4. sæti með 14 stig, tveim stigum á eftir toppliði Hammarby.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 85. mínútu er Elfsborg gerði markalaust jafntefli við Djurgården á heimavelli. Hákon Rafn Valdimarsson, varmakvörður Elfsborg, sat allan tímann á varamannabekknum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz