fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Hvað verða margir Íslendingar í Serie A á næstu leiktíð?

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 10:00

Þórir Jóhann. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce eru komnir upp í Serie A eftir að hafa tryggt sér sigur í Serie B í gær.

Liðið tók á móti Pordenone og vann 1-0 sigur. Þórir kom inn á sem varamaður á 66. mínútu leiksins.

Þórir er uppalinn í Haukum en fór til Lecce frá FH í fyrra.

Í Serie B leikur einnig Hjörtur Hermannsson. Hann er á mála hjá Pisa. Liðið hafnaði í þriðja sæti deildarinnar og fer í umspil um sæti í Serie A. Það gæti því farið svo að tveir Íslendingar bætist við í Serie A á næstu leiktíð.

Albert Guðmundsson / Getty Images

Nú þegar eru nokkir íslenskir leikmenn á mála hjá liðum í Serie A. Albert Guðmundsson leikur með Genoa sem er í harðri fallbaráttu. Liðið vann magnaðan sigur á Juventus í gær og er einu stigi frá öruggu sæti.

Þá er Andri Fannar Baldursson á mála hjá Bologna en hann er á láni hjá FCK í Danmörku sem stendur. Mikael Egill Ellertsson er þá leikmaður Spezia en er á láni hjá Spal sem stendur.

Arnór Sigurðsson leikur með Venezia en hann er þar á láni frá CSKA Moskvu. Hjá Venezia eru einnig Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson en eru þeir á láni hjá öðrum félögum, Bjarki hjá Catanzaro og Óttar hjá Oakland Roots.

Andri Fannar Baldursson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands
433Sport
Í gær

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United
433Sport
Í gær

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni