fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Enski boltinn: Liverpool tapar stigum í titilbaráttunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 20:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Tottenham í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Um afar mikilvægan leik var að ræða fyrir bæði lið.

Heimamenn voru meira með boltann í fyrri hálfleik og gerðu sig líklega en gestirnir sköpuðu einnig hættuleg færi. Markalaust var þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Á 56. mínútu kom Heung-Min Son Tottenham yfir eftir undirbúning Harry Kane og Ryan Sessegnon.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks jafnaði Luis Diaz leikinn. Skot hans fór af leikmanni Tottenham og í netið.

Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að finna sigurmark en fundu ekki. Þá ógnuðu gestirnir sigurmarki seint í leiknum.

Lokatölur urðu 1-1.

Liverpool er á toppi deildarinnar með 83 stig, jafnmörg stig og Manchester City en örlítið betri markatölu. City á þó leik til góða. Þeir mæta Newcastle á heimavelli á morgun.

Tottenham er með 62 stig, stigi minna en Arsenal, sem þar að auki á leik til góða. Lærisveinar Antonio Conte þurfa því að vonast eftir aðstoð frá Leeds, sem mætir Arsenal á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands
433Sport
Í gær

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United
433Sport
Í gær

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni