fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Enski boltinn: Frábær endurkoma Wolves – Watford fallið

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 7. maí 2022 16:18

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum lauk nýlega í ensku úrvalsdeildinni.

Á Stamford Bridge tók Chelsea á móti Wolves.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn. Heimamenn fengu vítaspyrnu eftir um tíu mínútur af seinni hálfleiknum og skoraði Romelu Lukaku úr henni. Hann var aftur á ferðinni með annað mark Chelsea örskömmu síðar.

Útlitið var gott fyrir Chelsea en á 79. mínútu minnkaði Trincao muninn fyrir Wolves. Á sjöundu mínútu uppbótartíma jafnaði Conor Coady svo fyrir gestina. Lokaniðurstaðan 2-2.

Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar með 67 stig, 4 stigum á undan Arsenal og 6 stigum á undan Tottenham. Síðastnefndu liðin eiga þó bæði leik til góða á Chelsea.

Mynd/Getty

Aston Villa heimsótti þá Burnley og vann góðan sigur.

Danny Ings kom þeim yfir á 7. mínútu og Emi Buendia bætti við marki eftir rúman hálftíma leik. Staðan í hálfleik var 0-2.

Ollie Watkins kom Villa í 0-3 snemma í seinni hálfleik en Maxwel Cornet minnkaði muninn fyrir Burnley í uppbótartíma.

Villa er í ellefta sæti með 43 stig. Burnley er með 34 stig í sextánda sæti, 2 stigum á undan Everton sem er í því átjánda. Síðarnefnda liðið á þó tvo leiki til góða.

Mynd/Getty

Brentford vann þægilegan 3-0 sigur á Southampton.

Pontus Jansson og Yoane Wissa komu þeim í 2-0 með stuttu millibili eftir tæpan stundarfjórðung. Kristoffer Ajer bætti við þriðja markinu á 79. mínútu.

Brentford er í tólfta sæti með 43 stig, 3 stigum á undan Southampton sem er í fimmtánda sæti.

GettyImages

Loks vann Crystal Palace 1-0 sigur á Watford.

Wilfried Zaha gerði eina mark leiksins úr vítapsyrnu eftir rúman hálftíma leik.

Palace er í níunda sæti með 44 stig. Watford er í nítjánda sæti með 22 stig og er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal fær að færa leik sinn til að minnka álagið í kringum jólin

Arsenal fær að færa leik sinn til að minnka álagið í kringum jólin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Í gær

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Í gær

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík