fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Stuðningsmenn Liverpool skrifa opið bréf til Ceferin og UEFA – Krefjast breytinga

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 6. maí 2022 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tryggði sér í vikunni farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Real Madrid í París 28. maí.

Stuðningsmenn Liverpool eru þó ekki á eitt sáttir við UEFA, skipuleggjendur keppninnar, en stuðningsmenn klúbbsins fá tæpa 20 þúsund miða en völlurinn tekur 80 þúsund manns í sæti. 12 þúsund miðar fara til fótboltaáhugamanna víða um heim og 23 þúsund miðum úthlutar UEFA til styrktaraðila, knattspyrnusambanda í Evrópu og fjölmiðla.

Stuðningsmenn Liverpool eru ekki sáttir við að fá svona fáa miða og þykja miðarnir auk þess heldur dýrir og hafa hækkað mikið undanfarin ár. Þeir skrifuðu opið bréf til Aleksander Ceferin og UEFA í Liverpool Echo þar sem þeir krefjast breytinga.

„Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fyrir okkur stuðningsmenn er þetta stærsta augnablik tímabilsins en bara fyrir nokkra. Þúsundir munu ekki fara til Parísar þar sem ekki er nóg af miðum. Aftur.“

„Stade de France er með 75 þúsund sæti. LFC og Madrid fá undir 20 þúsund miða og munu alvöru stuðningsmenn aðeins vera 52% af vallargestum.“

„Fyrir þá sem eru svo heppnir að fá miða, þá gæti kostnaðurinn komið í veg fyrir að þeir fari. Flestir miðar kosta 180 evrur hver. Frá 2018, þegar LFC spilaði síðast við RM í úrslitaleiknum hefur miðaverð hækkað um 38%.“

„UEFA veit að fótbolti án stuðningsmanna er ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo fer fram á það að stjarna Liverpool verði keypt til Sádí

Ronaldo fer fram á það að stjarna Liverpool verði keypt til Sádí
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindi frá Englandi – United með nýtt tilboð í Mbeumo sem gæti endað í 70 milljónum punda

Tíðindi frá Englandi – United með nýtt tilboð í Mbeumo sem gæti endað í 70 milljónum punda
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Sancho mættur til Ítalíu til að reyna að klára hlutina

Umboðsmaður Sancho mættur til Ítalíu til að reyna að klára hlutina
433Sport
Í gær

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn