fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Pirraður Jesse Lingard sendi út færslu sem vekur athygli

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 09:30

Jesse Lingard / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er pirringur í Jesse Lingard og hans fjölskyldu vegna stöðu hans hjá Manchester United og þá vegna þess að hann hafi ekki fengið að kveðja stuðningsmenn félagsins á mánudag.

Samningur Lingard er á enda í sumar og var þetta síðasti leikurinn þar sem hann er í hóp á Old Trafford. Lingard fékk ekki að taka þátt í leiknum.

Á sama tíma fengu Juan Mata, Edinson Cavani og Nemanja Matic að kveðja stuðningsmenn félagsins en báðir fara frá félaginu í sumar.

Lingard sendi frá sér færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann birtir mynd af sér sem ungur leikmaður hjá United.

Bróðir hans Louie Scott lét félagið heyra það í gær. „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum. Fjórir titlar, þrír bikarúrslitaleikir. Fær ekki einu sinni að kveðja, ekki skrýtið að félagið sé á leið í Sambandsdeildina,“ skrifar Scott ansi reiður.

Hann hjólar svo fast í Glazer fjölskylduna sem á félagið. „Það er ráðist á leikmenn fyrir fögn þeirra þegar félagið ætlaði sér í Ofurdeildina. Félagið er rekið af fólki sem þekkir ekki einu sinni rangstöðuna. Vantar allan klassa og stuðningsmenn verða að fatta það.“

„Lingard hefur verið hérna frá níu ára aldri og fékk ekki að kveðja. Vel gert bróðir, við erum stolt af þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag um Antony: ,,Við höfum ekki áhuga á honum“

Ten Hag um Antony: ,,Við höfum ekki áhuga á honum“