fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Lingard eftirsóttur og ákveðinn í að yfirgefa Man United

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 4. maí 2022 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, hefur sætt sig við að hann muni yfirgefa félagið að yfirstandandi tímabili loknu. BBC segir frá.

Lingard rennur út á samningi í júní og Newcastle, AC Milan, Juventus og Paris Saint-Germain hafa öll áhuga á fyrrum enska landsliðsmanninum.

Sagt var frá því að Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri United, hefði áhuga á að ræða við Lingard um framtíð leikmannsins hjá félaginu en samkvæmt BBC Sport hefur Lingard engan áhuga á að tala við Hollendinginn.

Nokkur félög höfðu áhuga á að fá Lingard í sínar raðir, bæði í janúarglugganum og í sumarglugganum í fyrra, en United neitaði að leyfa Lingard að fara.

Bæði Ole Gunnar Solskjaer, fyrrum knattspyrnustjóri liðsins og Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri, lofuðu miðjumanninum að hann fengi tækifæri til að keppa um byrjunarliðssæti en leikmaðurinn hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki á tímabilinu og var niðurlútur á mánudaginn eftir 3-0 sigur United á Brentford í síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu.

Lingard fékk ekki að koma inn á og kveðja stuðningsmennina en hann hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall. Bróðir hans var öskureiður vegna þessa og sendi frá sér færslu á samfélagsmiðlum: „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum. Fjórir titlar, þrír bikarúrslitaleikir. Fær ekki einu sinni að kveðja,“ sagði hann.

Tvö þeirra félaga sem hafa áhuga á Lingard eru sögð komin langt í viðræðum um samning við Englendinginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Suarez hitti annan fyrrum framherja Liverpool – Sjáðu myndina

Suarez hitti annan fyrrum framherja Liverpool – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho
433Sport
Í gær

Real Madrid blöskrar launakröfur Vinicius Jr og eru til í að selja hann

Real Madrid blöskrar launakröfur Vinicius Jr og eru til í að selja hann