fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Meistaradeildin: Liverpool í úrslit eftir frábæra endurkomu – Hálfleiksræða Klopp skipti sköpum

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 3. maí 2022 21:00

Luis Diaz fagnar marki / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villarreal tók á móti Liverpool í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liverpool sigraði leikinn 2-3 og er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti en Boulaye Dia kom liðinu yfir strax á 3. mínútu eftir slakan varnarleik Liverpool og galopnaði einvígið. Heimamenn stjórnuðu fyrri hálfleiknum og virtust Liverpool menn heillum horfnir. Francis Coquelin tvöfaldaði forystu Villarreal á 41. mínútu verðskuldað með skalla og var allt jafnt í einvíginu er flautað var til hálfleiks.

Klopp gerði eina breytingu í hálfleik þar sem Luis Diaz kom inn fyrir Diogo Jota. Allt annað var að sjá til Liverpool í seinni hálfleik og virtist Klopp hafa lesið yfir sínum mönnum í hálfleik. Fabinho braut ísinn fyrir Liverpool á 62. mínútu með skoti í gegnum klofið á Rulli, markmanni Villarreal. Luis Diaz skoraði annað mark Liverpool stuttu síðar og aftur hefði Rulli átt að gera betur í markinu. Sadio Mané kláraði frábæra endurkomu Liverpool í seinni hálfleik á 74. mínútu eftir skógarhlaup Rulli.

Heimamenn virtust þreyttir í seinni og hélt Liverpool stjórn á leiknum þar til lokaflautið gall. Étienne Capoue fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald undir lok leiks fyrir pirringsbrot og voru heimamenn því einum færri síðustu mínúturnar.

Liverpool er því komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og annað kvöld kemur í ljós hvort mótherjinn verður Manchester City eða Real Madrid.

Villarreal 2 – 3 Liverpool (2-5)
1-0 Boulaye Dia (´3)
2-0 Francis Coquelin (´41)
2-1 Fabinho (´62)
2-2 Luis Diaz (´67)
2-3 Sadio Mané (´74)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð