Leiktíma leiks FH og Vals í fjórðu umferð Bestu deildar karla hefur verið breytt. Leikurinn fer fram föstudaginn 6. maí á Kaplakrikavelli og hefst hann kl. 18:00.
Ástæðan fyrir breytingunni er körfuboltaleikur Vals og Tindastóls sem hefst klukkan 20:30. Því geta Valsarar kíkt í Kaplakrika og brunað svo heim á Hlíðarenda.
Leikur Vals og Tindastóls er fyrsti leikur í úrslitaeinvíginu og búist er við hörkuleik.
Besta deild karla
FH – Valur
Var: Föstudaginn 6. maí kl. 19.15 á Kaplakrikavelli
Verður: Föstudaginn 6. maí kl. 18.00 á Kaplakrikavelli