Bournemouth tók á móti Nottingham Forest í Championship deildinni í kvöld. Heimamenn sigruðu leikinn með einu marki og tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í leiðinni.
Mikið var undir í leiknum en þetta voru liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Liðin fóru sér varlega til að byrja með og lítið var um opin færi. Gestirnir áttu aðeins hættulegri færi og átti Sam Surridge meðal annars skot í slá í fyrri hálfleik.
Kieffer Moore reyndist hetja Bournemouth en hann kom inn af bekknum á 59. mínútu. Hann skoraði sigurmarkið á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Philip Billing við mikinn fögnuð áhorfenda.
Bournemouth er komið í ensku úrvalsdeildina á ný og fögnuðu stuðningsmenn liðsins ákaft og hlupu inn á völl til þess að fagna með leikmönnum.
Bournemouth 1 – 0 Nottm Forest
1-0 Kieffer Moore (´83)
Hey, @premierleague 👋
— AFC Bournemouth 🍒 (@afcbournemouth) May 3, 2022