Zlatan Ibrahimovic og Edinson Cavani spiluðu saman hjá PSG og mynduðu saman eitraða sólknarlínu.
Zlatan var þó ekki par hrifinn af Cavani og sagði Michael Ciani nýlega frá því að Zlatan hefði hreinlega hatað Cavani.
Varnarmaðurinn Ciani spilaði með Zlatan hjá LA Galaxy og urðu þeir ágætis vinir.
„Ibra er ekki sáttur ef þú ert náinn Cavani. Annað hvort ertu með Ibra í liði eða á móti honum.“
„Hann var ánægður hjá PSG, eini leikmaðurinn sem honum kom ekki saman við hjá félaginu var Cavani. Hann sagði mér að hann hefði aðeins hatað þrjá eða fjóra leikmenn á ferlinum og einn þeirra var Cavani.“