fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Erum ekki nógu klók í að fá ferðamenn á vellina á Íslandi

433
Laugardaginn 30. apríl 2022 08:00

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um áhorfendur á fótboltaleikjum á Íslandi í íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar alla föstudaga klukkan 21. Fótboltatímaritið 4-4-2 setti á sinn óskalista fyrir fótboltafíkla að kíkja á leik á Íslandi. Pálmi Rafna Pálmason, fyrirliði KR, sat í settinu með Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs en þeir félagar voru sammála um að þarna lægju sóknarfæri.

„Ég veit að það er áhugi hjá fólki að koma og skoða vellina og svo framvegis. Það koma póstar til okkar í KR frá fólki sem vill koma og kíkja á KR svæðið,“ sagði Pálmi. „Vandamálið er kannski ekki að fólk vilji ekki koma á völlinn heldur að við séum ekki nógu flink í því að fá fólk á völlinn. Það er alltaf einn og einn sem hefur samband.“

video
play-sharp-fill

Hörður benti á að hann hefði farið til Póllands ekki alls fyrir löngu og viljað fara á leik þar í landi. Þáttastjórnandinn var í Eistlandi og fór á leik þar í landi. „Það eru til fótboltafíklar sem ferðast til Íslands. Ég hef stundum séð í Vestmannaeyjum að þar séu ferðamenn. Við getum klárlega gert betur í þessum efnum.“

Hörður benti á að fólk væri að komast aftur á lagið með að fara á völlinn og segir að Besta deildin hafi farið vel af stað. „Það er ekkert vesen. Skemmtilegasti leikur sem ég hef farið á hér á Íslandi var Breiðablik Valur í fyrra sem var einmitt líka á laugardagskvöldi. Ég á von á álíka skemmtun á laugardaginn þegar KR kemur á Hlíðarenda. Laugardagsleikur að kvöldi. Það er meiri gleði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Í gær

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Í gær

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
Hide picture