Stelpurnar okkar voru í eldlínunni í fótboltanum í dag.
Selma Sól Magnúsdóttir samdi nýverið við Rosenborg og skoraði hún fyrir liðið í dag í fyrstu umferð norsku deildarinnar. Rosenborg lék gegn Avaldsnes í dag og vann Rosenborg sannfærandi sigur. Selma Sól lék allan leikinn í dag og skoraði fimmta mark Rosenborg í stórsigrinum á 57.mínútu.
Berglind Björg Þorvalsdóttir var einnig á sínum stað í byrjunarliði Brann sem sigraði Roa örugglega, 5-2. Brann er í öðru sæti deildarinnar á eftir Rosenborg eftir þennan fyrsta leik.
Dagný Brynjarsdóttir byrjaði á bekknum er West Ham lék gegn Ipswich í FA bikarnum í dag. Dagný kom inn á seinni hálfleik og vann West Ham leikinn 1-0. Með sigrinum tryggði West Ham sér sæti í undanúrslitum FA bikarsins.
Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Rosengard en liðið lék við Eskilstuna í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í dag. Rosengard sigraði leikinn og er því komið í úrslitaleikinn.
🏆 𝗜𝗡𝗧𝗢 𝗧𝗛𝗘 𝗦𝗘𝗠𝗜-𝗙𝗜𝗡𝗔𝗟𝗦! @LisaEvans_17's goal is enough to see us progress!#IPSWHU 0-1 pic.twitter.com/0Xu6xloljT
— West Ham United Women (@westhamwomen) March 20, 2022