Barcelona heimsækir Galatasaray í Evrópudeildinni í kvöld en búast má við hörkuleik. Um er að ræða seinni leik liðanna en fyrri leikurinn endaði markalaus.
Leikmenn Barcelona hafa ekki sofið vel í nótt því stuðningsmenn Galatsaray voru með flugeldasýningu fyrir utan hótel liðsins.
Reglulega yfir nóttina var sett af stað sýning sem vakið hefur stjörnur liðsins af værum svefni.
Þetta er þekkt stærð fyrir Evrópuleiki og hafa alla jafna verið mjög umdeild aðferð til að trufla andstæðinga heimaliðs.
Þetta má sjá hér að neðan.
Galatasaray fans celebrating the arrival of Barça players in their city! What a nice gesture 👏#UEL pic.twitter.com/AkIVFg01TR
— ㄥ乇ㄖ (@Lil_Mr_Dynamite) March 17, 2022