fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Chelsea mun tapa 100 milljónum á hverjum heimaleik

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. mars 2022 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjarskiptafyrirtækið Three, helsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur ákveðið að slíta tímabundið samstarfi sínu við félagið.

Ákvörðunin kemur í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Roman Abramovich, eiganda Chelsea.

Bresk stjórnvöld hafa undanfarið beitt viðskiptaþvingunum gegn rússneskum auðkýfingum í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Abramovich er sagður hafa átt góð tengsl við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta.

Merki Three verður fjarlægt af keppnistreyjum Chelsea sem og annars staðar á heimavelli liðsins.

Óvíst er hvort Three þurfi að halda áfram að greiða Chelsea en ljóst er nú að tekjutapið verður mikið. Þannig má Chelsea ekki selja miða á heimaleiki sína.

Aðeins þeir sem eiga ársmiða geta mætt á völlinn, talið er að Chelsea sé með um 28 þúsund ársmiðahafa og því verða tæplega 14 þúsund auð sæti. Stamford Bridge tekur tæplega 42 þúsund í sæti.

Ensk blöð segja að Chelsea muni með þessu banni tapa 600 þúsund pundum á hverjum heimaleik sem eftir er eða rúmum 100 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn