fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Fjórir sem gætu keypt Chelsea – Moldríkir menn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 18:59

Hansjorg Wyss ásamt Michael Bloomberg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur ákveðið að selja félagið. Hann mun hlusta á tilboð í félagið.

Þetta kemur í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Abramovich er Rússi. Hann var áður mikill vinur Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hafnar því þó að þeir séu félagar í dag.

Á dögunum var greint frá því að Abramovich hafi skilið við Chelsea tímabundið en nú er ljóst að hann mun selja félagið endanlega. Hann er talinn hræðast refsiaðgerðir Breta.

Breska götublaðið The Sun tók saman fjögurra manna lista yfir hugsanlega arftaka Abramovich.

Sir Jim Radcliffe (metinn á 6,33 milljarða punda)
Var ríkasti maður Bretlands árið 2018 en fjárhagur hans hefur aðeins dalað síðan. Radcliffe er stuðningsmaður Manchester United og hefur áður verið orðaður við kaup á félaginu. Nú gæti farið svo að hann kaupi Chelsea.

Todd Boehly (metinn á 4 milljarða punda)
Var orðaður við kaup á Chelsea árið 2019. Hann á LA Lakers og LA Dodgers ásamt LA Sparks.

Hansjorg Wyss (metinn á 4 milljarða punda)
Sagði frá því þegar orðrómar voru um að Abramovic myndi hverfa á braut að honum hafi boðist að kaupa félagið. Það gæti orðið að veruleika.

Stephen Ross (metinn á 6 milljarða punda)
Var virkur liður í að reyna að koma Ofurdeild Evrópu á laggirnar og er því nokkuð umdeildir. Hann á Miami Dolphins í NFL-deildinni vestanhafs sem og Hard Rock-völl þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“