Antonio Conte stjóri Tottenham virðist verulega óhress í starfi og hafa litla trú á því sem er í gangi hjá Tottenham.
Conte tók við síðasta haust og þegar janúar glugginn opnaði vonaðist hann eftir því að liðið yrði styrkt. Hann telur hópinn núna slakari en þegar glugginn opnaði.
Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur kom til félagsins en Tanguy Ndombele, Bryan Gil, Dele Alli og Giovani Lo Celso fóru.
„Í stað þess að bæta hópinn þá erum við á blaði með slakari hóp,“ segir Conte núna.
„Kulusevski og Bentancur eru góðir fyrir Tottenham því Tottenham er að leita að ungum leikmönnum til að bæta. Tottenham er ekki að leita að tilbúnum leikmönnum.“
„Það er vandamál sem ég hef áttað mig á núna þegar ég átta mig á stefnunni sem félagið vill taka.“
Conte telur að Tottenham eigi mjög veika von á Meistaradeildarsæti. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð.
„Ég hef alltaf sagt það að ég tel að liðið mitt eigi eins prósents möguleika á að vinna deildarkeppni. Hér er það öðruvísi, ég tel möguleikann eitt prósent á Meistaradeildarsæti.“
„Deildin er mjög sterk og það er mikið pláss fyrir önnur lið en þau bestu.“
„𝐈 𝐟𝐞𝐞𝐥 𝐭𝐡𝐞 𝟏% 𝐩𝐨𝐬𝐬𝐢𝐛𝐢𝐥𝐢𝐭𝐲 𝐭𝐨 𝐟𝐢𝐧𝐢𝐬𝐡 𝐟𝐨𝐮𝐫𝐭𝐡!“
Antonio Conte admits that the task at Tottenham is „totally different“ to his previous jobs and offers a frank assessment on making the #UCL next season.
🎤 @CarrieBrownTV #beINPL #THFC pic.twitter.com/mRkg4OVmhC
— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) February 16, 2022