fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Veit ekki með hvaða hætti Grétar Rafn kemur inn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 16:30

Grétar Rafn á blaðamannafundi / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna kveðst ekki vita með hvaða hætti Grétar Rafn Steinsson tæknilegur ráðgjafi KSÍ muni nýtast kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í sumar.

Talað hefur verið um að Grétar eigi að vinna með bæði karla og kvennalandsliðinu en samtali við Þorstein er ekki komið langt á veg.

Grétar tók til starfa á dögunum en aðeins eru fimm mánuðir í að kvennalandsliðið hefji leik á Evrópumótinu.

,,Við höfum ekki rætt neina svona nákvæma útlistun á því hvernig þetta kemur til með að vera. En hann kemur klárlega inn í þetta að einhverju leyti með einhverjar hugmyndir hvernig við komum til með að vinna þetta;“ sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í dag.

Grétar Rafn er búsettur í Bretlandi en kemur hingað til lands á næstu dögum.

„Hann kemur aftur til landsins í næstu viku, þá á ég von á því að það verði settur meiri kraftur í þetta og þá fáum við meiri innsýn inn í hans hugmyndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur