Dani Alves spilar ekki með Barcelona í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Liðum er aðeins heimilt að skrá þrjá nýja leikmenn til leiks og Ferran Torres, Adama Traore og Pierre-Emerick Aubameyang urðu fyrir valinu.
Barcelona staðfesti komu Pierre-Emerick Aubameyang á frjálsri sölu frá Arsenal fyrr í dag. Torres kom frá Manchester City í lok desember og Adama Traore kom aftur til uppeldisfélagsins frá Úlfunum í janúarglugganum.
Dani Alves samdi við spænsku risana í nóvember í fyrra en mátti ekki spila fyrr en á nýju ári.
Alves, sem er 38 ára gamall, spilaði áður með Börsungum á árunum 2008-2016 og vann fjölmarga titla með félaginu.
Xavi, núverandi knattspyrnustjóri liðsins, hefur hins vegar ákveðið að fórna Alves í stað nýju sóknarlínunnar.
Barcelona mætir Napoli í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar þann 17. febrúar næstkomandi.
Official. Barcelona excluded Dani Alves from Europa League list. ❌🇧🇷#FCB
Barça were only allowed to register three new signings – so they decided to go for Adama, Aubameyang and Ferran Torres. pic.twitter.com/cdoS7IHzmg
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2022