Dele Alli er orðinn leikmaður Everton en hann kemur til félagsins frá Tottenham. Everton borgar ekkert til að byrja með.
Fyrsta greiðsla frá Everton kemur þegar Dele spilar 20 leiki fyrir Everton.
Fleiri greiðslur eru svo í boði og gæti kaupverðið endað í 40 milljónum punda ef Dele slær í gegn. Hann hefur átt mjög erfiða tíma hjá Tottenham undanfarið.
Everton réð Frank Lampard sem stjóra í dag en Donny van de Beek kom svo á láni frá Everton.
Frank Lampard’s Everton sign Dele Alli. Never thought I’d say that. Wish him all the best. Worked hard to try & get back to his best but a fresh start best for everyone. #THFC #EFC
— Michael Bridge (@MichaelBridge_) January 31, 2022