fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Aubameyang fer ekki með í æfingaferð Arsenal til Dúbaí

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang mun ekki fara með Arsenal í æfingaferð til Dúbaí í vetrarfríinu sem nú stendur yfir í ensku úrvalsdeildinni. Þetta herma heimildir The Telegraph.

Aubameyang hefur verið úti í kuldanum hjá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, í kjölfarið á agabroti í byrjun desember sem olli því að fyrirliðabandið var tekið af leikmanninum og síðan þá hefur hann ekki spilað fyrir félagið.

Dagar hans hjá Arsenal virðast taldir en Aubameyang hefur verið orðaður við brottför frá félaginu og tvö félög í Sádí-Arabíu eru sögð hafa mikinn áhuga á því að fá leikmanninn á láni.

Heimildir The Athletic herma hins vegar að Aubameyang vilji sanna sig á ný eftir að hafa eyðillagt ímynd sína hjá Arsenal. Þá vill hann helst spila áfram í Evrópu og þar hafa lið á borð við PSG og Barcelona verið nefnd til sögunnar en háar launakröfur Aubameyang eru þyrnir í augum margra knattspyrnufélaga.

Arsenal er orðað við kaup á framherja í janúar félagsskiptaglugganum sem stutt er eftir af. Helsta skotmark félagsins, Dusan Vlahovic, framherji Fiorentina virðist vera á leið til Juventus. Þá hefur félagið verið orðað við Dominic Calvert-Lewin, framherja Everton og Alexander Isak, framherja Real Sociedad.

Arsenal er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti og leik til góða á Manchester United sem situr í fjórða sætinu,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina