fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Zlatan hvetur Mbappe til þess að yfirgefa PSG

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 23. janúar 2022 14:45

Kylian Mbappe / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic vill sjá Kylian Mbappe yfirgefa PSG og fara til spænsku risanna Real Madrid. Framtíð Mbappe er í óvissu en samningur hans við PSG rennur út í sumar en flestir telja að hann muni þá semja við Real Madrid á frjálsri sölu.

Zlatan hvetur Mbappe eindregið til þess að yfirgefa heimalandið og semja við Real Madrid og upplifi fleiri ævintýri.

„Ég myndi fara en ef ég væri í stjórn PSG myndi ég að sjálfsögðu reyna að halda honum,“ sagði Zlatan á dögunum.

„Ég fékk tækifæri til þess að spila í ólíkum liðum og fullt af löndum og þannig lærði ég og varð betri. Það er miklu auðveldara að spila í heimalandinu allan ferilinn að mínu mati. En ef þú pakkar í töskur og ferð annað þá er það ævintýri.“

Mbappe leitaði ráða hjá Zlatan um hver hans næstu skref á ferlinum ættu að vera.

„Hann spurði mig hvað ég myndi gera í hans sporum og ég sagði að ég myndi fara til Real.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum