fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Zlatan hvetur Mbappe til þess að yfirgefa PSG

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 23. janúar 2022 14:45

Kylian Mbappe / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic vill sjá Kylian Mbappe yfirgefa PSG og fara til spænsku risanna Real Madrid. Framtíð Mbappe er í óvissu en samningur hans við PSG rennur út í sumar en flestir telja að hann muni þá semja við Real Madrid á frjálsri sölu.

Zlatan hvetur Mbappe eindregið til þess að yfirgefa heimalandið og semja við Real Madrid og upplifi fleiri ævintýri.

„Ég myndi fara en ef ég væri í stjórn PSG myndi ég að sjálfsögðu reyna að halda honum,“ sagði Zlatan á dögunum.

„Ég fékk tækifæri til þess að spila í ólíkum liðum og fullt af löndum og þannig lærði ég og varð betri. Það er miklu auðveldara að spila í heimalandinu allan ferilinn að mínu mati. En ef þú pakkar í töskur og ferð annað þá er það ævintýri.“

Mbappe leitaði ráða hjá Zlatan um hver hans næstu skref á ferlinum ættu að vera.

„Hann spurði mig hvað ég myndi gera í hans sporum og ég sagði að ég myndi fara til Real.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Í gær

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?