fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Enski boltinn: Seiglusigur Liverpool – Vont jafntefli Arsenal

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 23. janúar 2022 16:04

Virgil van Dijk og Bobby Firminho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu.

Crystal Palace tók á móti Liverpool. Gestirnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel og braut Virgil van Dijk ísinn strax á 8 mínútu með frábærum skalla eftir hornspyrnu þar sem varnarmenn Palace hreinlega gleymdu að dekka Hollendinginn. Alex Oxlade-Chamberlain tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Robertson. Þá vöknuðu heimamenn og áttu nokkur hættuleg færi þar til flautað var til hálfleiks.

Áfram hélt sókn Crystal Palace í seinni hálfleik og uppskáru þeir á 55. mínútu er Odsonne Edouard minnkaði muninn. Heimamenn héldu áfram að ógna fram á við en Liverpool fékk mjög umdeilda vítaspyrnu undir lok venjulegs leiktíma. Fabinho skoraði af örryggi úr spyrnunni. Lengra komust heimamenn ekki og 3-1 sigur Liverpool staðreynd.

Leicester tók á móti Brighton á sama tíma. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur þrátt fyrir að bæði lið hafi átt nokkur hálffæri. Markalaust var í hálfleik en seinni hálfleikur byrjaði af krafti er Patson Daka kom heimamönnum yfir á 46. mínútu. Gestirnir gáfust þó ekki upp en Danny Welbeck jafnaði metin á 82. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Loks tók Arsenal á móti Burnley en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Arsenal var töluvert meira með boltann en leikmenn Burnley vörðust vel.

Crystal Palace 1 – 3 Liverpool
0-1 Virgil van Dijk (´8)
0-2 Alex Oxlade-Chamberlain (´32)
1-2 Odsonne Edouard (´55)
1-3 Fabinho (´88)

Leicester 1 – 1 Brighton
1-0 Patson Daka (´46)
1-1 Danny Welbeck (´82)

Arsenal 0 – 0 Burnley

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur
433Sport
Í gær

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu