fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
433Sport

Fékk miður skemmtileg skilaboð frá Messi á Instagram – ,,Ég samþykki það“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher rifjaði upp á Sky Sports í gær þegar Lionel Messi sendi honum miður falleg einkaskilaboð á Instagram.

Carragher var, ásamt Gary Neville, við störf sem sparkspekingur í kringum leik Watford og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þeir félagar völdu lið ársins að þeirra mati. Þá barst talið að Messi. Hann komst ekki í lið þeirra Carragher og Neville.

,,Fyrr á leiktíðinni talaði ég um að Ronaldo væri ekki bestu kaupin fyrir United. Ég notaði Messi sem dæmi, mér fannst hann ekki frábær fjárfesting fyrir PSG,“ sagði Carragher.

Jamie Carragher / GettyImages

Fór þetta greinilega ekki vel í Messi. ,,Ég fékk einkaskilaboð á Instagram. Hann kallaði mig eiginlega bara asna.“

Carragher vakti athygli á því að Messi fylgdist greinilega með umræðunni á Sky Sports fyrst hann heyrði ummæli hans. Þessi fyrrum varnarmaður Liverpool vonaðist því til að Messi væri einnig að fylgjast með í gær og sendi honum skilaboð.

,,Lionel, ég elska þig. Þú ert besti leikmaður allra tíma. Miðað við þig var ég asni, ég samþykki það,“ sagði Carragher léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn efstur á óskalista Chelsea en ekkert tilboð hefur borist

Enn efstur á óskalista Chelsea en ekkert tilboð hefur borist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neymar mun ekki samþykkja að fara

Neymar mun ekki samþykkja að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Man Utd hyggst stela Martinez af Arsenal og er með ás uppi í erminni

Man Utd hyggst stela Martinez af Arsenal og er með ás uppi í erminni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fínt fyrir íslenska liðið að mótinu hafi verið frestað – „Búnar að vaxa og verða betri“

Fínt fyrir íslenska liðið að mótinu hafi verið frestað – „Búnar að vaxa og verða betri“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu landsliðsmenn á rándýru djammi í Vegas – Einn í sambandi en umkringdur stelpum öllum stundum

Sjáðu landsliðsmenn á rándýru djammi í Vegas – Einn í sambandi en umkringdur stelpum öllum stundum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja Raphinha nálægt því að ganga í raðir Arsenal – Leikmaðurinn sjálfur náð samkomulagi við Barcelona

Segja Raphinha nálægt því að ganga í raðir Arsenal – Leikmaðurinn sjálfur náð samkomulagi við Barcelona