fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Ótrúleg dramatík á Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 17:00

Marcus Rashford skorar sigurmarkið. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann dramatískan sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var á Old Trafford.

Man Utd var betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst þó ekki að skapa mörg góð færi. Cristiano Ronaldo fékk það sem verður að teljast sem besta færi fyrri hálfleiks á 20. mínútu en tókst ekki að skora.

Það stefndi í markalaust jafntefli þar til á þriðju mínútu uppbótartíma. Þá geystust heimamenn upp í sókn sem lauk með því að Edinson Cavani renndi boltanum fyrir markið á Marcus Rashford sem potaði boltanum inn fyrir línuna. Lokatölur 1-0. Ótrúlega mikilvæg stig fyrir Man Utd í Meistaradeildarbaráttunni.

Man Utd er nú í fjórða sæti með 38 stig, stigi á undan West Ham.

Newcastle með mikilvægan sigur

Á sama tíma vann Newcastle 0-1 sigur á Leeds á útivelli.

Jonjo Shelvey gerði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur var eftir. Markið skoraði hann beint úr aukaspyrnu.

Newcastle er nú í átjánda sæti deildarinnar með 15 stig, 7 stigum á eftir Leeds sem er í fimmtánda sæti.

Jonjo Shelvey og Kieran Trippier fagna í dag. Mynd/Getty

Leikur Brentford og Wolves hófst á sama tíma og leikirnir tveir að ofan. Það varð hins vegar mikil töf á honum vegna dróna sem flaug yfir völlinn. Staðan er 1-1 þegar rúmur stundarfjórðungur er eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman