fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
433Sport

Hinn 17 ára gamli Orri Steinn búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir aðallið FC Kaupmannahafnar

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem etur nú kappi við Hvidovre IF í æfingaleik. Um er að ræða þá Ísak Bergmann Jóhannesson, Andra Fannar Baldursson og Orra Stein Óskarsson. Þá er Hákon Arnar Haraldsson á varamannabekk liðsins.

Þegar þetta er skrifað er staðan 1-0 fyrir FC Kaupmannahöfn og það var íslensk samvinna sem skóp markið. Ísak Bergmann átti stoðsendinguna á Orra Stein sem kom boltanum í netið og skoraði um leið sitt fyrsta aðalliðsmark fyrir FC Kaupmannahöfn.

Orri Steinn er 17 ára gamall framherji sem gekk til liðs við FC Kaupmannahöfn árið 2019 frá Gróttu. Hann á að baki 18 meistaraflokksleiki hér á landi og skoraði í þeim fjögur mörk.

Þá hefur hann spilað fyrir öll yngri landslið Íslands og hefur meira að segja fengið tvo leiki með u-21 árs landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óvænt tíðindi – Mo Salah framlengir við Liverpool

Óvænt tíðindi – Mo Salah framlengir við Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framtíðin í lausu lofti en De Jong fór á skeljarnar

Framtíðin í lausu lofti en De Jong fór á skeljarnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja Jesse Lingard til að fylla skarðið

Vilja Jesse Lingard til að fylla skarðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Björn dregur fram staðreyndir – Karlar fá sextán sinnum meiri pening en konur

Björn dregur fram staðreyndir – Karlar fá sextán sinnum meiri pening en konur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Man Utd að sigra kapphlaupið við Arsenal?

Man Utd að sigra kapphlaupið við Arsenal?
433Sport
Í gær

Juventus enn ekki búið að ná samkomulagi við Pogba

Juventus enn ekki búið að ná samkomulagi við Pogba
433Sport
Í gær

Aron Einar framlengir við Al-Arabi

Aron Einar framlengir við Al-Arabi
433Sport
Í gær

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning

Landsliðsmarkvörðurinn í viðræðum um nýjan samning