fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Andlát náins frænda vendipunktur hjá Vöndu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 11:00

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ er í ítarlegu viðtali við helgarblað Fréttablaðsins þar sem hún fer yfir lífsins leið. Vanda var kjörinn formaður KSÍ í október.

Vanda kom inn á erfiðum tíma hjá KSÍ og var kjörinn til bráðabirgðar. Hún stefnir á endurkjör í febrúar þegar ársþing KSÍ fer fram.

„Þetta var margra vikna ákvörðun. Hún var flókin og við maðurinn minn ræddum þetta fram og til baka. Ég ákvað að gera þetta og hætti við nokkrum sinnum. Aðstæður voru mjög erfiðara og flóknar ákvarðanir framundan. Ég þurfti að spyrja mig hvort ég ætlaði mér inn í þetta,“ segir Vanda við Fréttablaðið.

„Ég var mjög ánægð í starfi og að vinna að málum sem ég brenn fyrir. En mig langaði, ég er auðvitað fótboltamanneskja og hef lengi tilheyrt þessari frábæru hreyfingu sem mér þykir vænt um og langaði að hafa áhrif á hana til góðs. Ég er hugsjónamanneskja og baráttumanneskja og langaði að vera partur af þeim breytingum sem voru óumflýjanlegar.“

Þorsteinn Valsson frændi og æskuvinur Vöndu féll frá í byrjun september og það var vendipunktur.

„Ég var einfaldlega viss um að hann hefði stutt mig í þessari ákvörðun,“ segir Vanda en ræðir einnig um látna foreldra og tengdaforeldra.

„Ég bara sá hann fyrir mér segja mér að láta slag standa. Ég hugsaði líka mikið til foreldra minna og tengdaforeldra, sem öll eru látin. Það er okkar mesta sorg í lífinu að hafa misst þau frá okkur allt of snemma en ég veit í hjarta mínu að þau hefðu stutt mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Logi fær íslenska dómara

Logi fær íslenska dómara
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Í gær

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Í gær

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik