

David de Gea hefur svo sannarlega verið einn af fáu ljósu punktunum í slöku Manchester United liði á þessu tímabili.
De Gea hefur bjargað 7,5 marki ef miðað er við færi sem andstæðingarnir ættu alla jafna að klára.
Ensk blöð segja frá en Jose Sa markvörður Wolves kemur þar á eftir. Ljóst er að mikið hefur verið að gera bæði hjá De Gea og Sa sem eru í sérflokki.
Aaron Ramsdale hefur komið sterkur inn hjá Arsenal og Alisson hjá Liverpool. Ederson hefur hins vegar kostað City talsvert en það hefur ekki komið að sök.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.
