fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Þetta hafði þjóðin að segja í dag: ,,Þetta er löngu komið út í að gera bara eitthvað, leikrit“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 17:56

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland gerði endurkomujanftefli gegn Norður-Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag. Leikið var á Laugardalsvelli. Hér neðst í fréttinni má sjá brot af því besta sem þjóðin bauð upp á á Twitter yfir leiknum.

Strax á fyrstu mínútu bjó Birkir Bjarnason til ágætis færi fyrir Albert Guðmundsson sem skaut framhjá úr nokkuð þröngu færi. Þetta var þó í raun það eina jákvæða í þessum fyrri hálfleik.

Darko Velkoski kom gestunum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu á 12. mínútu. Hann komst í boltann á undan Viðari Erni Kjartanssyni og skallaði hann undir Rúnar Alex Rúnarsson. Varnarleikur Íslands ekki til fyrirmyndar þarna.

Ísland sá ekki til sólar fram að hálfleik, lítið sem ekkert gekk upp. Norður-Makedónar voru einfaldlega miklu betri. Staðan í hálfleik var 0-1.

Svipað var uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Ezgjan Alioski kom gestunum í 0-2 á 55. mínútu. Hann fékk þá að rekja boltann óáreittur dágóða vegalengd og koma boltanum í netið frá vítateigslínu.

Tíu mínútum síðar skallaði Kári Árnason boltann í netið en var flaggaður rangstæður.

Ísland minnkaði muninn á 78. mínútu. Markið skoraði Brynjar Ingi Bjarnason eftir að hafa fylgt eftir aukaspyrnu Alberts Guðmundssonar.

Á 84. mínútu jafnaði Andri Lucas Guðjohnsen. Albert lagði boltann fyrir markið á Andra sem tók flottan snúning og skoraði. Mögnuð endurkoma Íslands, nokkrum mínútum áður benti ekki neitt til annars en að Norður-Makedónar færu með öll stigin heim.

Ísland var líklegri aðilinn til að stela sigrinum í lokin. Brynjar Ingi þurfti þó einu sinni að bjarga á línu. Allt kom þó fyrir ekki. Niðurstaðan 2-2. Ísland er með 4 stig eftir fimm leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 2 dögum

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“