fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Mikil umræða um málefni Hannesar: „Það er eitthvað meira en mikið að þarna“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 11:00

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er Valur að næla í markvörðinn Guy Smit frá Leikni Reykjavík. Hinn 26 ára gamli Smit hefur verið hjá Leikni síðustu tvö tímabil. Hann varði mark liðsins með miklum sóma í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Fyrir hjá Val er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hann er samningsbundinn út næstu leiktíð en framtíð hans virðist þó í lausu loti.

Rætt var um málið í Dr. Football hlaðvarpinu í dag. „Mér finnst þetta gríðarlega sérstakt, Hannes var einni maðurinn sem hélt velli í sumar. Hann var besti maður liðsins með yfirburðum, það eru misvísandi sögur frá Hlíðarenda. Sumir segja að þetta sé stormur í vatnsglasi og að Smit verði lánaður og Hannes verði í markinu. Það er eitthvað meira en mikið að þarna miðað við viðtalið við Hannes á Fótbolta.net,“ sagði Jóhann Már Helgason stuðningsmaður Vals og sérfræðingur þáttarins í Dr. Football í dag.

Jóhann segir að vandamál Vals séu mörg. „Það er óstjórnanlega sérstakt miðað við öll vandamál í leik Vals að þetta sé í einhverjum forgangi að fá inn nýjan markvörð,“ sagði Jóhann.

Hjörvar telur að Heimir Guðjónsson sé að taka ákvarðanir þessa dagana. „Þetta hlýtur að hafa eitthvað með þjálfarann að gera, Heimi Guðjónsson. Það sem annað er sérstakt er að Hannes og Smit eru miklir vinir, Hannes kom með Smit til Íslands.“

Þátt dagsins má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu